13. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Birgir Ármannsson, Svandís Svavarsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Fundurinn var sameiginlegur fundur umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar.

Bókað:

1) Tillaga um að 2. dagskrárliður verði opinn fréttamönnum, sbr. 2. mgr. 19. gr. þingskapa. Kl. 09:00 - Opið fréttamönnum
Samþykkt var tillaga um að næsti dagskrárliður yrði opinn fréttamönnum skv. 2. mgr. 19. gr. þingskapa.

2) Flugvöllur í Vatnsmýri. Kl. 09:00
Rætt var um flugvöll í Vatnsmýri og fengu nefndirnar á sinn fund Björn Óla Hauksson frá Isavia og Friðrik Pálsson, Leif Magnússon og Njál Friðbertsson fyrir hönd Hjartans í Vatnsmýri.

Fundi slitið kl. 10:25